Warning: Uninitialized string offset 0 in /var/www/virtual/eldsveitir.is/htdocs/wp-includes/class-wp-term-query.php on line 1

Warning: Uninitialized string offset 0 in /var/www/virtual/eldsveitir.is/htdocs/wp-includes/class-wp-term-query.php on line 1

Warning: Uninitialized string offset 0 in /var/www/virtual/eldsveitir.is/htdocs/wp-includes/html-api/class-wp-html-tag-processor.php on line 1

Warning: Uninitialized string offset 0 in /var/www/virtual/eldsveitir.is/htdocs/wp-includes/html-api/class-wp-html-tag-processor.php on line 1
Eggert ljósmyndari — Sögur, menning og náttúra Skip to main content
Meðallandsögur

Eggert ljósmyndari

By October 18, 2019January 28th, 2020No Comments
Færikvíar á Hunkubökkum. Drengurinn á myndinni er Skúli Valtýsson sem seinna var á Fossi á Síðu, var bóndi á Hunkubökkum og var síðustu æviárin á Geirlandi. Skúli var lengi fjallkóngur á Síðuafrétti. Skúli var sonur hálfsystur Eggerts sem hét Jóhanna en ólst upp hjá móðursystur sinni, Þórdísi Guðmundsdóttur sem var alsystir Eggert ljósmyndara og Jóhannesar Guðmundssonar sem er t.h. á myndinni. Eiginmaður Þórdísar, Gissur Elíasson, er t.v.. Samkvæmt því sem skráð er við myndina í Skógasafni er konan á myndinni Árný Magnúsdóttir (1852-1905) sem kom að Hunkubökkum 1903. (Eig. LR)

Einn af elstu ljósmyndurum á Íslandi ólst upp á Söndum í Meðallandi og eru til margar mynda hans og er hluti þeirra hérna á síðunni. Ljósmyndirnar hafa varðveist vel þó þær séu allar frá því 1902-1905. Flestar þeirra eru varðveittar á Skógasafni í dag. Nánari skýringar við myndirnar eru neðar í þessum texta. Eggert Guðmundsson fæddist á Söndum í Meðallandi 1876. Eggert fór sautján ára að heiman til sjóróðra í Mýrdal og vann ýmis önnur störf en fljótlega kom í ljós löngun hans til að læra ljósmyndun.

Nám í ljósmyndun og samvinna við Daniel Bruun

Árið 1902 fór Eggert til náms í ljósmyndaiðn til Sigfúsar Eymundssonar. Vorið 1902 keypti hann ljósmyndavél og annað sem þurfti til framköllunar og tók til þess bankalán með hjálp góðra manna. Um sumarið ferðaðist hann um Skaftafellssýslu, allt austur í Öræfi og tók myndir. Á þeirri leið hitti hann Daniel Bruun á ferð um Austur-Skaftafellssýslu með landmælingamönnum danska herforingjaráðsins. Varð úr samvinna milli Daniels og Eggerts um ljósmyndatökur. Má sjá afrakstur þessa samstarfs í bókunum Íslenskt þjóðlíf í þúsund ár I. -II sem bókaútgáfan Örn og Örlygur gaf út 1987 og í fleiri bókum sem Daniel Bruun gaf út í Kaupmannahöfn. Eggert hélt áfram ljósmyndanáminu 1903 í Reykjavík en ferðaðist þó einnig um Suðurlandið og tók myndir. Haustið 1904 var Eggert í Vík í Mýrdal og vann þar við ljósmyndatökur.

Eggert ljósmyndari, f. 1876, d. 1905
Guðrún Magnúsdóttir, móðir Eggerts. Guðrún átti eignaðist 15 börn og var Eggert 13. í röðinni og Jóhannes, fjórum árum yngri, sá fjórtándi.
Jóhannes sem flúði frá Söndum að Herjólfsstöðum eftir Kötlugosið 1918 var bróðir Eggerts. Þeir hafa verið býsna líkir útlits.

Um veturinn 1905 varð hörmulegur atburður.

Eggert var heima á Söndum en sá bær stendur í Bæjarhólma úti í Kúðafljóti. Þóttu Sandar góð jörð og hlunnindin voru selveiði, silungsveiði og reki. Fimmtudaginn 16. febrúar 1905 bar það til á Söndum að þangað komu til gistingar nokkrir Öræfingar á heimleið úr strandmannaflutningi. Þeir komu yfir vestari ál Kúðafljótsins um kvöldið, gistu á Söndum og svo átti að halda áfram yfir eystri ál Kúðafljótsins morguninn eftir. Eggert og fleiri fóru út og könnuðu ísinn og töldu hann öruggan til að fara yfir með hestana. Tveir og tveir hestar voru bundnir saman og teymdi BjörnPálsson bóndi á Kvískerjum  tvo hesta og var annar undir koffortaklyfjum. Tókst nú svo slysalega til að ísinn brast undan hestum Björns og féll hann með þeim ofan í vatnið. Fljótt komst Björn og fremri hesturinn upp á vakarbarminn en verr gekk með hinn sem var hnýttur aftan í. Hjörleifur í Sandaseli var nærri og ætlaði að grípa vasahnífinn og skera á taumana á milli hestanna en greip í tómt. Hjörleifur hafði skipt um vesti um morguninn og gleymt að færa hníf sinn á milli vasa.

“Eggert var kominn nokkru lengra áleiðis en hljóp nú til og ætlaði að bregða hnífsegg á tauminn. Skipti það þá engum togum að vakarbarmur brast niður og Eggert og hestarnir tveir bárust í kaf í ólgandi vatnsflauminn. Sú er sögn Jóhannesar bróður hans að heim til bæjar á Söndum, um 100 metra spöl hafi hljómað dauðakall Eggerts: “Ég er farinn!” Sem snöggvast barst hann úr kafi en virtist þá án meðvitundar. Maður og hestar hurfu svo undir íshelluna og ekkert varð frekar að gert. “[1]

 

Eggert lést aðeins 28 ára gamall.

Eggert hafði stundað ljósmyndun í þrjú ár og átti framtíðina fyrir sér. Allnokkrar myndir Eggerts eru til og margar þeirra mjög góðar. Það er ljóst að hann náði góðum tökum á iðninni þó ekki hefði hann löngum tíma úr að spila. Þessi sonur Meðallands hlaut óblíð örlög í vötnunum sem ógnuðu tilveru þessarar sveitar en minning hans lifir í myndunum.

(1) Þórður Tómasson. 1990. Ljósmyndarinn á Söndum, Eggert Guðmundsson (1876-1905). Dynskógar 5. bindi. s. 7 – 20. Tilvísun af s. 14 -15

Guðrún Runólfsdóttir, Mýrum í Álftaveri
Fjölskyldan á Blómsturvöllum í Fljótshverfi
Efri röð f.v. Guðrún Jónsdóttir, Svanhildur Einarsdóttir Neðri röð, f.v. Guðrún Bjarnadóttir, Jóhanna Gunnarsdóttir frá Flögu

Hér fyrir neðan er mynd sem Eggert tók af vegavinnumönnum 1904  þegar menn úr Meðallandi komu saman og lagfærðu veginn og vaðið yfir Kúðafljótið við Sanda.

Efri röð f.v. Friðfinnur Sigurðsson, Háu-Kotey; Sigurður Sigurðsson, Lágu-Kotey; Ólafur Ingimundarson, Langholti; Erasmus Árnason, Leiðvelli; Bjarni Markússon, Hól; Sveinn Þorsteinsson, Melhól; Erasmus Árnason, Nýja-Bæ; Jón Ormsson, Efri-Ey; Hjörleifur Jónsson, Sandaseli; Sveinn Sveinsson, Ásum; Ingibergur Þorsteinson, Melhól; Sverrir Ormsson, Efri-Ey, Árni Jónsson, Efri-Ey.
Neðri röð f.v. Jóhann Sigurðsson, Bakkakoti; Loftur Guðmundsson, Söndum; Sigurbergur Einarsson, Fjósakoti; Elías Stefánsson, Króki; Einar Einarson, Strönd; Magnús Jónsson, Feðgum; Sigvaldi Sigurðsson, Bakkakoti; Hávarður Jónsson, Steinsmýri; Sveinn Ingimundarson, Melhól.
Árið 1904 var margt fólk í Meðallandi og búskapur á mörgum bæjum eins og sést á því hvar þessir menn eiga heima. Upplýsingarnar komu frá Skógasafni og þar er þessi mynd varðveitt.
Jón Steingrímsson frá Fossi á Síðu, faðir Þorbergs í Prestsbakkakoti.
Jón Sigurðsson á Svínafelli í Öræfasveit
Fjölskyldan í Botnum í Meðallandi. Vilborg Þorsteinsdóttir og Eyjólfur Eyjólfsson með börnum sínum Guðrúnu, síðar húsfreyju í Botnum og Eyjólfi, bónda og Hreppstjóra á Hnausum í Meðallandi. (Vilhjálmur á Hnausum 2016 var sonur Eyjólfs). (Eig. Skógasafn)
Systkini frá Mundakoti á Eyrarbakka
Fjölskyldan í Hátúnum í Landbroti fram við íbúðarhúsið (sennilega tekið 1902)
Fjölskyldan á Þverá á Síðu
Fjölskyldan á Þverá á Síðu framan við íbúðarhúsið á bænum
Fjölskyldan á Kálfafelli í Fljótshverfi

“Eggert var kominn nokkru lengra áleiðis en hljóp nú til og ætlaði að bregða hnífsegg á tauminn. Skipti það þá engum togum að vakarbarmur brast niður og Eggert og hestarnir tveir bárust í kaf í ólgandi vatnsflauminn. Sú er sögn Jóhannesar bróður hans að heim til bæjar á Söndum, um 100 metra spöl hafi hljómað dauðakall Eggerts: “Ég er farinn!” Sem snöggvast barst hann úr kafi en virtist þá án meðvitundar. Maður og hestar hurfu svo undir íshelluna og ekkert varð frekar að gert. “[1]

Eggert lést aðeins 28 ára gamall.

Eggert hafði stundað ljósmyndun í þrjú ár og átti framtíðina fyrir sér. Allnokkrar myndir Eggerts eru til og margar þeirra mjög góðar. Það er ljóst að hann náði góðum tökum á iðninni þó ekki hefði hann löngum tíma úr að spila. Þessi sonur Meðallands hlaut óblíð örlög í vötnunum sem ógnuðu tilveru þessarar sveitar en minning hans lifir í myndunum.

Texti við myndirnar:
  1. Eggert Guðmundsson, ljósmyndari. Myndin er tekin á ljósmyndastofu Sigfúsar Eymundssonar, þar sem Eggert lærði ljósmyndun. Allar aðrar myndir á þessari síðu tók Eggert á árunum 1902-1905)
  2. Guðrún Runólfsdóttir, Mýrum (1868-1948). Eiginkona Sr. Bjarna Einarssonar. (Eig. Skógasafn)
  3. Elín Bjarnadóttir á Blómsturvöllum með óþekktum piltum. (Eig. Skógasafn)
  4. Fjölskyldan á Botnum í Meðallandi: Vilborg Þorsteinsdóttir og Eyjólfur Eyjólfsson með börnum sínum Guðrúnu, síðar húsfreyju í Botnum og Eyjólfi sem varð síðar bóndi og hreppstjóri á Hnausum í Meðallandi (faðir Vilhjálms á Hnausum sem lést 2016). (Eig. Skógasafn)
  5. Fjölskyldan á Þverá  á Síðu. (Eig. Skógasafn)
  6. Jóhann f. 1895 Jónína f. 1900, Elín f. 1904. Þau eru börn Jóns Einarssonar í Mundakoti frá Heiði á Síðu. Myndin er úr safni mynda sem Lárus á Klaustri átti.   (Eig. Skógasafn)
  7. Efri röð f.v. Guðrún Bjarnad. Jóhanna Gunnarsd. Flögu Neðri röð f.v. Guðrún Jónsdóttir, Svanhildur Einarsdóttir (Eig. Skógasafn)
  8. Vegavinnumenn 1904: Menn úr Meðallandi komu saman og lagfærðu veginn og vaðið yfir Kúðafljótið við Sanda. Efri röð f.v. Friðfinnur Sigurðsson, Háu-Kotey; Sigurður Sigurðsson, Lágu-Kotey; Ólafur Ingimundarson, Langholti; Erasmus Árnason, Leiðvelli; Bjarni Markússon, Hól; Sveinn Þorsteinsson, Melhól; Erasmus Árnason, Nýja-Bæ; Jón Ormsson, Efri-Ey; Hjörleifur Jónsson, Sandaseli; Sveinn Sveinsson, Ásum; Ingibergur Þorsteinson, Melhól; Sverrir Ormsson, Efri-Ey, Árni Jónsson, Efri-Ey.Neðri röð f.v. Jóhann Sigurðsson, Bakkakoti; Loftur Guðmundsson, Söndum; Sigurbergur Einarsson, Fjósakoti; Elías Stefánsson, Króki; Einar Einarson, Strönd; Magnús Jónsson, Feðgum; Sigvaldi Sigurðsson, Bakkakoti; Hávarður Jónsson, Steinsmýri; Sveinn Ingimundarson, Melhól.
    Árið 1904 var margt fólk í Meðallandi og búskapur á mörgum bæjum eins og sést á því hvar þessir menn eiga heima. Upplýsingarnar komu frá Skógasafni og þar er þessi mynd varðveitt.
  9. Færikvíar á Hunkubökkum. Þetta er mynd sem víða hefur birst. Drengurinn á myndinni er Skúli Valtýsson sem seinna var á Fossi á Síðu, var bóndi á Hunkubökkum og var síðustu æviárin á Geirlandi. Skúli var lengi fjallkóngur á Síðuafrétti. Skúli var sonur hálfsystur Eggerts sem hét Jóhanna en ólst upp hjá móðursystur sinni, Þórdísi Guðmundsdóttur sem var alsystir Eggert ljósmyndara og Jóhannesar Guðmundssonar frá Söndum (seinna Herjólfsstöðum) sem er maðurinn hægra megin á myndinni. Eiginmaður Þórdísar, Gissur Elíasson, er sá sem situr vinstra megin. Samkvæmt því sem skráð er við myndina í Skógasafni er konan á myndinni Árný Magnúsdóttir (1852-1905) sem kom að Hunkubökkum 1903. (Eig. LR og til er annað eintak á Skógasafni)
  10. Bergur Bergsson (1848-1923) og fjölskylda Kálfafelli í Fljótshverfi (Eig. Skógasafn)
  11. Guðrún Magnúsdóttir (1841-1937), móðir Eggerts, húsmóðir á Söndum. Guðrún átti 10 börn með fyrri manni sínum, Jóni Jónssyni, sem fórst við sjórróðra í Mýrdal. Seinni maður hennar var Guðmundur Loftsson og með honum eignaðist hún 5 börn. Eggert var þrettánda barn hennar. (Eig. Skógasafn)
  12. Ragnhildur Magnúsd. Rauðabergi  f. 1903 (Eig. Skógasafn)
  13. Sigríður Steingrímsdóttir Hörgslandi (Eig. Skógasafn)
  14. Jón Sigurðsson, Svínafelli  (Eig. LR)
  15. Jón Steingrímsson, Fossi á Síðu (Eig. Skógasafn)
  16. Leitið að fjórum manneskjum í skóginum. Hér eru fjórar manneskjur á myndinni sem falla alveg inn í skóginn. Myndin er sennilega tekin í Skaftafelli (Eig. JK, BK)
  17. Fjölskyldan á Þverá á Síðu (Eig. Skógasafn)
  18. Hátún í Landbroti (Eig. Skógasafn)                                                                                                                                                              [1] Þórður Tómasson. 1990. Ljósmyndarinn á Söndum, Eggert Guðmundsson (1876-1905). Dynskógar 5. bindi. s. 7-20. Tilvísun af s. 14-15
Finnið fjórar persónur á ljósmyndinni. Myndin er líklega tekin í Skaftafelli.