Warning: Uninitialized string offset 0 in /var/www/virtual/eldsveitir.is/htdocs/wp-includes/class-wp-term-query.php on line 1

Warning: Uninitialized string offset 0 in /var/www/virtual/eldsveitir.is/htdocs/wp-includes/class-wp-term-query.php on line 1

Warning: Uninitialized string offset 0 in /var/www/virtual/eldsveitir.is/htdocs/wp-includes/html-api/class-wp-html-tag-processor.php on line 1

Warning: Uninitialized string offset 0 in /var/www/virtual/eldsveitir.is/htdocs/wp-includes/html-api/class-wp-html-tag-processor.php on line 1
Katla fór yfir brúna 2024 — Sögur, menning og náttúra Skip to main content
Álftaver

Katla fór yfir brúna 2024

By August 3, 2024No Comments

Hringvegurinn lokaður vegna jökulhlaups frá Kötlu í Mýrdalsjökli. Ferðalangar bíða beggja vegna brúar enda mikil umferð á þessum árstíma. Það er hægt að aka Fjallabaksleiðirnar en aðeins á stærri bílum því þar eru margar óbrúaðar ár. Vilji menn komast til annarra landshluta þarf að keyra hinn hringinn; austur til Hafnar, alla Austfirðina og Norðurlandið.

Skálm 27. júlí 2024. Þarna flæðir undir brúna og yfir veginn.

Um hádegi 27. júlí 2024 var lokað þjóðvegi 1 vegna jökulshlaups frá Mýrdalsjökli. Um klukkan 15:00 var vatn farið að renna yfir veginn og brúna yfir ána Skálm sem er rétt austan við Mýrdalssand. Enginn vissi hvort brúin sem var byggð 1994 stæði hlaupið af sér eður ei. Vatn rann yfir veginn á um kílómeterskafla. Allir vonuðu það besta og þegar hlaupið rénaði seinna um daginn sást að vegurinn var mikið skemmdur á um 700 m kafla en brúin var heil. Skarðið í veginn var um 50 metra við austurenda brúarinnar.

Hlaupinu lauk sama dag.  Seinna kom í ljós að þetta var mjög stórt hlaup, stærra en hlaupið 2011 sem tók af brúna yfir Múlakvísl. Hlaupvatnið kom undan Sandfellsjökli. Óljóst er hvort gos var undir jökli. Ekkert var hægt að aðhafast til að koma veginum í lag fyrr en á sunnudagsmorgni en þá lögðust allir á eitt við að laga veginn og opna þjóðveg 1. Það tókst sunnudagskvöldið 28. júlí og voru ferðalangar kátir að komast leiðar sinnar.

Dagana áður en jökulhlaupið hófst var mikil brennisteinslykt á Mýrdalssandi og mjög mikið vatn við brúna yfir Skálm og inn að Mýrdalsjökli. Mikið vatn hefur verið í Skálm undanfarin ár sem helgast af því að jökuláin Leirá hefur fundið sér nýjan farveg. Leirá rann áður í Hólmsá en rennur nú nánast öll í Skálmina. Heimamenn hafa vakið athygli á þessu við stjórnvöld og vegagerðina. Heimamenn vildu fyrir nokkrum árum að gerðir yrðu varnargarðar til að hindra að Leirá færðist úr fyrri farvegi. Ekki var gert neitt í því og sennilega of seint að gera það núna þegar Leirá hefur grafið sér farveg út í Skálm.

Skálm, flóðið 27. júlí 2024

Þegar umbrot verða í Kötlu breytist litakóði fyrir flug yfir svæðið og var litakóðinn gulur um tíma þessa daga. Einnig var lokað fyrir ferðir inn að upptökum Múlakvíslar í Mýrdalsjökli og lokað var fyrir umferð að Sólheimajökli í Mýrdal. Rafleiðni og vatnsrennsli í Markarfljóti, vestan Mýrdalsjökuls, jókst þessa daga og talið er hugsanlegt að hlaupvatn hafi borist niður Markarfljót.

Heimild veður.is

http://Heimild: www.vedur.is/um-vi/frettir/hlaup-urmyrdalsjokli-hlaupid-hefur-ekki-nad-hamarki

Ljósmyndirnar tók Pálína Pálsdóttir sem býr á Mýrum í Álftaveri.