Warning: Uninitialized string offset 0 in /var/www/virtual/eldsveitir.is/htdocs/wp-includes/class-wp-term-query.php on line 1

Warning: Uninitialized string offset 0 in /var/www/virtual/eldsveitir.is/htdocs/wp-includes/class-wp-term-query.php on line 1

Warning: Uninitialized string offset 0 in /var/www/virtual/eldsveitir.is/htdocs/wp-includes/html-api/class-wp-html-tag-processor.php on line 1

Warning: Uninitialized string offset 0 in /var/www/virtual/eldsveitir.is/htdocs/wp-includes/html-api/class-wp-html-tag-processor.php on line 1
Minningarkapella Sr. Jóns Steingrímssonar — Sögur, menning og náttúra Skip to main content
Kirkjubæjarklaustursögur

Minningarkapella Sr. Jóns Steingrímssonar

By October 18, 2019September 23rd, 2021No Comments

Fólkið safnaði fyrir kapellunni 

Einni öld eftir að kirkja var flutt frá Kirkjubæjarklaustri hófust sveitungarnir handa við að byggja kapellunna á Klaustri og helga hana minningu Sr. Jóns Steinsgrímssonar. Það var Gyðríður í Seglbúðum í Landbroti sem fór fyrir þessum hópi og barðist fyrir byggingunni, fremst meðal jafningja, en mikill einhugur var um verkefnið í sveitinni. Vegleg peningagjöf barst árið 1955 frá Jóni Sigurðssyni (f. 1882) sem flutt hafði til Vesturheims en var alinn upp á Breiðabólsstað, hann var bróðir Elínar á Klaustri.  Söfnun fyrir kapellunni gekk vel og m.a. gáfu skaftfellskir bændur eitt lamb á hverju hausti í sex ár í söfnunina. Minningarkapellan var vígð 17. júní 1974.

Kór Prestsbakkakirkju
Myndin er af kór Prestsbakkakirkju, tekin fyrir utan við prestsbústaðinn á Klaustri en allt þetta fólk hefur lagt eitthvað af mörkum til kapellunnar. Í efstu röð frá vinstri: Siggeir Lárusson Klaustri, Sigurjón Einarsson organisti Mörk, Helgi Pálsson Fossi, Esra Pétursson, læknir, Páll Pálsson Efri-Vík er bakvið Esra, Lárus í Hörgslandskoti, Guðjón Magnússon frá Orrustustöðum, Elías Pálsson Seglbúðum og Helgi Sigurðsson í Hraunkoti á endanum.
Miðröð frá vinstri: Helga Jónsdóttir í Mörtungu, Svava Ólafsdóttir Hruna, Gyðríður Pálsdóttir Seglbúðum, Magnea Magnúsdóttir Efri-Vík, Soffía Kristinsdóttir Klaustri, Ásta Valdimarsdóttir prestsfrú á Klaustri.
Neðstu röð: Sigríður Jónsdóttir Prestbakka, Ásta Ólafsdóttir Mörtungu, Elín Einarsdóttir Breiðabólsstað, Svava Margrét Þorleifsdóttir Hraunkoti. Barnið á endanum er Erna Matthíasdóttir frá Breiðabólsstað dóttir Elínar fædd 1945. Myndin gæti því verið tekin um 1948. (Eig. JBJ)

Teikningin fékkst fyrir lítið

Arkitektarnir eru  þeir Vilhjálmur og Hjálmar, Hjálmarssynir. Móðir þeirra, Sigrún Helgadóttir, ólst upp að miklum hluta hjá Elínu, móðursystur sinni á Klaustri. Sigrún var á líkum aldri og bræðurnir á Klaustri og kallaði þá bræður sína. Arkitektarnir, synir hennar, vildu gjalda fóstrið og gáfu Kirkjubæjarklausturssókn teikninguna að kapellunni sem Valdimar Auðunsson í Ásgarði byggði.

Stúlkan á myndinni er Sigrún Helgadóttir, móðir arkitektanna, með móður sinni Gyðríði Sigurðardóttur. (Eig. JK og BK) Jón, bróðir þeirra Gyðríðar og Elínar á Klaustri, er á hinni myndinni.  Hann flutti til Ameríku og bjó þar alla ævi. (Eig. EAV)

Sr. Jón flutti Eldmessuna á þessum stað

Kirkja hafði verið frá landnámi á Kirkjubæjarklaustri en sandurinn var að eyða staðnum og þá var ákveðið að byggja kirkju á Prestsbakka 1859 og hefur þar verið sóknarkirkjan síðan. Sjá má móta fyrir rústum gömlu kirkjunnar innan kirkjugarðsins á Klaustri. Þar er gott að tylla sér í grasið og finna strauma sem kunna að vera frá því þarna messaði Þorlákur helgi á tólftu öld og Sr. Jón Steingrímsson söng Eldmessuna. Líkan af gömlu kirkjunni smíðaði Einar Bárðarson, húsasmíðameistari á Klaustri og er það til sýnis í kapellunni.

Gamli kirkjugarðurinn

Veggur um gamla kirkjugarðinn var reistur 1941 af Skaftfellingafélaginu í Rv. í samvinnu við heimafólk. Kirkjugarðshliðið var smíðað eftir teikningu Jóns Þorleifssonar listmálara frá Hólum í Hornafirði (f. 1891). Lárus Helgason barðist fyrir þessari framkvæmd. Leiði þeirra Elínar og Lárusar eru innan gamla kirkjugarðsins svo og leiði sona þeirra og tengdadætra. Leiði þeirra hjóna, Sr. Jóns Steingrímssonar og Þórunnar Hannesdóttur, eru undir láréttum stuðlabergsdrangi rétt þar hjá sem gengið er inn í garðinn. Það er skemmtileg glíma að reyna að lesa það sem á steininum stendur en til að létta mönnum lesturinn er textinn birtur hér. [1]

Hér undr hvílir blundað hold prófasts, þakið foldu, séra Jóns Steingrímssonar. Sendur, boð herrans kenndi. Skaftafellsýslu skartið skæra bar list og æru. Lifir hans minning ljúfust, látinn þó öldin gráti. Fæddur 1728, dag 10. Sept. Varð prestur 1761. Próf. 1774. Deyði 1791. d. 11. Ág. Begr. 18. ed. Samhvílir maka sínum sóma vafin, með blóma, madame Þórunn þýða, þæg dróttum, Hannesdóttir. Sálirnar lifa í sælu, segja hjá drottni eja, líkömum meður líka, ljómandi eftir dóminn.

(1) Ævisaga síra Jóns Steingrímssonar eftir sjálfan hann. 1945. Guðbrandur Jónsson sá um útgáfuna. Skaftfellingafélagið gaf út. Helgafell, Rv. S. XVI í formála bókarinnar.