Skaftártungasögur

Þjóðsögur úr Skaftártungu

By October 18, 2019 November 1st, 2019 No Comments

Þjóðsögur úr Skaftártungu

Útilegupiltur kemur að Skaftárdal

Einhverju sinni á 19. öld var það einn dag á lestaferðum um sumarið, að í Skaftárdal í Vestur-Skaftafellssýslu voru þrjár stúlkur heima, en enginn karlmaður. Þenna dag var þoka mikil. Kemur þá að Skaftárdal unglingspiltur, mjög einkennilegur, klæddur prjónafötum; þekktu stúlkurnar hann ekki. Hann heilsar þeim eigi, en þær bjóða honum inn; þiggur hann það og sezt á pallstokk; þær færa honum mat og þiggur hann matinn. Þarna sat hann allan daginn, nema þegar stúlkurnar gengu fram, þá fór hann á eftir þeim, gekk upp á bæinn, skimaði í allar áttir og var mjög flóttalegur.

Um kvöldið buðu þær honum að leggjast fyrir, en það vildi hann eigi og ekkert orð mælti hann; sat hann þarna á pallstokknum alla nóttina. Um morguninn var þokunni létt og fór þá pilturinn, án þess að kveðja. Sáu stúlkurnar það til hans að hann beindi ferð sinni upp með Skaftá og til fjalls. Héldu þær að þetta hefði verið útilegupiltur, er villzt hefði í þokunni til byggða.[1]
[1] Gríma hin nýja. 3. bindi. Safn þjóðlegra fræða íslenzkra. 1979. Þorsteinn M Jónsson gaf út. Bókaútgáfan Þjóðsaga, Rv. s. 41

Sr. Jón Steingrímsson var samtímamaður Sveins og taldi hann þessa byggð hafa eyðst 1112 og þá af miklu öskufalli.

Gjóska frá Kötlugosum hefur ítrekað lagst yfir þetta svæði og því líklegt að rústirnar séu ekki auðfundnar en fyrir fornleifafræðinga er þarna spennandi verkefni.[2]

[1] Sveinn Pálsson. MCMXLV. Ferðabók Sveins Pálssonar. Snælandsútgáfan, Rv. s. 259-260

[2] Jón Steingrímsson. 1907-1915. „Skýrslur um Skaptárgosin.“ Safn til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að fornu og nýju. Hið íslenska bókmenntafélag, Kaupmannahöfn og Reykjavík. s. 53